Kostnaðurinn nam 369 milljónum

Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn.
Samninganefndin kynnir Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Kostnaður vegna samn­inga­nefnd­ar í Ices­a­ve-mál­inu er sam­tals 369,2 millj­ón­ir króna. Kostnaður við fyrri samn­inga­nefnda er 77,5 millj­ón­ir. Kostnaður við sölu Lands­bank­ans nam hins veg­ar 334 millj­ón­ir á verðlagi þessa árs.

Þetta kom fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn frá Birni Val Gísla­syni alþing­is­manni á Alþingi í dag.

Björn Val­ur spurði hver hefði verið kostnaður rík­is­sjóðs við að selja Lands­bank­ann. Hann sagði eðli­legt fá upp á borðið kostnað sem lagt var í við að selja þenn­an banka á sama tíma og menn veltu fyr­ir sér kostnaði rík­is­sjóðs við að leysa Ices­a­ve-málið sem hófst vegna einka­væðing­ar bank­ans.

Stein­grím­ur upp­lýsti að sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar hefði sal­an á Lands­bank­an­um árið 2003 kostað rík­is­sjóð 204 millj­ón­ir króna, en á verðlagi dags­ins í dag væru þetta 334 millj­ón­ir. Þetta væri um 1,1% af sölu­and­virði bank­ans. Þá væri ótal­inn ýmis kostnaður sem hefði lent á Lands­bank­an­um vegna söl­unn­ar.

86,3 millj­ón­ir til Buchheits

Stein­grím­ur sagði að kostnaður við samn­inga­nefnd­ina í Ices­a­ve-mál­inu hefði numið 369,2 millj­ón­um króna. Þar af hefðu 132,5 millj­ón­ir farið til inn­lendra lög­fræðiskrif­stofa, 233,6 millj­ón­ir til er­lendra lög­fræðiskrif­stofa og inn­lend­ur kostnaður væri 3,1 millj­ón. Inn í þess­ari tölu væri ekki kostnaður Alþing­is við málið. Stein­grím­ur bætti við að kostnaður við Ices­a­ve-samn­ing­anna á fyrri stig­um væri 77,5 millj­ón­ir.

Stein­grím­ur sagði að til  Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilt­on sem er lög­manns­stofa Lees Buchheits, for­manns samn­inga­nefnd­ar­inn­ar, hafa verið greidd­ar 86,3 millj­ón­ir króna. Eru þar meðtal­in laun annarra starfs­manna stof­unn­ar en Buchheits, ferðakostnaður og virðis­aukskatt­ur.

Greidd­ar hafa verið 52 millj­ón­ir króna til lög­manns­stof­unn­ar Ashurst og lög­manns­stof­an Hawkpo­int Partners hef­ur fengið greidd­ar 143 millj­ón­ir króna vegna sér­fræðiaðstoðar. Hawkpo­int Partners Ldt. hef­ur fengið greidd­ar 38 millj­ón­ir fyr­ir sér­fræðiráðgjöf.

Júr­is, sem er lög­manns­stofa Lárus­ar Blön­dals, fékk greidda 18,1 millj­ón króna. Lands­lög, sem er lög­manns­stofa Jó­hann­es­ar Karls Sveins­son­ar, hef­ur fengið greidd­ar 11,2 millj­ón­ir.

Ráðuneyt­is­stjór­arn­ir Guðmund­ur Árna­son og  Ein­ar Gunn­ars­son fengu ekki sér­stak­lega greitt fyr­ir störf sín í samn­inga­nefnd­inni.

Sjálf­stæðis­flokk­ur og Fram­sókn­ar­flokk­ur bera ábyrgð

Björn Val­ur sagði í umræðunum að það hefði verið krafa Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem stóðu að sölu Lands­bank­ans, að skipuð yrði ný samn­inga­nefnd með er­lend­um sér­fræðing­um til að semja um málið.

Þess­ir flokk­ar bæru því ábyrgð á þeim kostnaði sem hlut­ist hefði af söl­unni og til­raun­um til að leysa málið, en þessi kostnaður sam­tals væri um 800 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert