Opinn í báða enda

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

„Gamli, gróni Framsóknarflokkurinn er loksins horfinn aftur til upphafs síns og er opinn í báða enda," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi  í dag.

Össur átti orðastað við Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sem vildi meðal annars vita hvaða líkur Össur teldi á að Evrópusambandið sliti sjálft „sýndaraðildarviðræðunum" við Ísland.

Össur sagði engar líkur á því. Hann fjallaði síðan um nýja ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um Evrópumál og sagði, að það væri svolítið erfitt að átta sig á Evrópustefnu flokksins.

„Hún er þessi: Það á ekki að samþykkja tillögu um að halda áfram með (aðildarumsóknina), það á ekki að draga hana til baka. Hins vegar er eitt skýrt: það á að láta þjóðina ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er bara sammála þessu," sagði Össur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert