Ótrúleg vinnubrögð

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.

„Ótrúleg vinnubrögð" segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, um þá niðurstöðu þingflokks VG í gær að kjósa Árna Þór Sigurðsson í embætti þingflokksformanns í stað Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur.

„Á fyrsta fundi eftir fæðingarorlof er Guðfríður Lilja sett af. Hún hefur staðið sig vel í þessu embætti, það var í það minnsta ekki brottfall úr þinflokknum á hennar vakt. ÓTRÚLEG vinnubrögð!" skrifar Ásmundur Einar á Facebook-síðu sína.

Í ummælum á síðunni er tekið undir gagnrýni Ásmundar Einars. 

Síða Ásmundar Einars

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert