Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru síst til þess fallin að draga úr óvissu, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.
„Öll sú vinna sem við höfum unnið með atvinnurekendum og stjórnvöldum hefur miðað að því að skapa hér aðstæður svo hægt sé að draga úr óvissu. Kjarabætur til launafólks byggjast á því að hægt sé að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Hvað varðar kosningarnar þá er þetta niðurstaða þjóðarinnar. Hins vegar verður ekki framhjá því horft að þar til dómsmálið verður til lykta leitt verður hér töluverð óvissa í efnahagsmálum.“
Í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi að fleiri atriði skipti máli. „Fyrir utan þetta höfum verið verið að glíma við ríkisstjórn, sem hefur aðra skoðun en við á gjaldeyrishöftum, gengi krónunnar og fjárfestingu. Það hefur ekki hjálpað okkur.“