Óvissan meiri en áður

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn

Úrslit þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar eru síst til þess fall­in að draga úr óvissu, að sögn Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta ASÍ.

„Öll sú vinna sem við höf­um unnið með at­vinnu­rek­end­um og stjórn­völd­um hef­ur miðað að því að skapa hér aðstæður svo hægt sé að draga úr óvissu. Kjara­bæt­ur til launa­fólks byggj­ast á því að hægt sé að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins í gang. Hvað varðar kosn­ing­arn­ar þá er þetta niðurstaða þjóðar­inn­ar. Hins veg­ar verður ekki fram­hjá því horft að þar til dóms­málið verður til lykta leitt verður hér tölu­verð óvissa í efna­hags­mál­um.“

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Gylfi að fleiri atriði skipti máli. „Fyr­ir utan þetta höf­um verið verið að glíma við rík­is­stjórn, sem hef­ur aðra skoðun en við á gjald­eyr­is­höft­um, gengi krón­unn­ar og fjár­fest­ingu. Það hef­ur ekki hjálpað okk­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert