„Kristilegi demókratarflokkurinn lítur svo á að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Ef ekki munum við sjást í réttarsal,“ segir Elly Blanksma, þingmaður Kristilegra demókrata, í yfirlýsingu vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins í kvöld.
Orðrétt sagði Blanksma þegar viðbragða hennar við útkomu Icesave-kosninganna var leitað nú síðdegis. Svarið var á ensku og er þýðingin lausleg.
„Þetta er samningur sem ekki er hægt að hverfa frá. Neikvæð útkoma þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu hefur engin áhrif á þennan samning. Ég fylgist með glundroðanum í innanríkismálum með enn meiri undrun. Hann er mjög óviturlegur stjórnmálalega og efnahagslega að auki.
Kristilegi demókrataflokkurinn lítur svo á að með einum eða öðrum hætti verði að greiða skuldina. Ef ekki munum við sjást í réttarsal,“ sagði þingmaðurinn.
Kristilegi demókrataflokkurinn er einn áhrifamesti stjórnmálaflokkur Hollands og á sæti í núverandi minnihlutastjórn.
Hollenska heimasíðu þingmannsins má nálgast hér.