Undirskriftir gegn fjölmiðlalögum

Alþingi ræðir nú ný fjölmiðlalög.
Alþingi ræðir nú ný fjölmiðlalög. Ómar Óskarsson

Hafin er söfnun undirskrifta í því skyni að skora á forseta Ísland að beita málskotsrétti verði fyrirliggjandi frumvarp um fjölmiðla samþykkt sem lög frá Alþingi. Yfirskrift söfnunarinna er: „Höfnum nýjum fjölmiðlalögum“.

„Fjölmiðlafrumvarpið er alvarleg atlaga gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla á Íslandi og felur í sér íþyngjandi afskipti framkvæmdavaldsins af starfsemi fjölmiðla og myndi grafa undan skoðana- og tjáningarfrelsi í landinu. Ritskoðun má aldrei lögfesta með beinum eða óbeinum hætti.

Með því að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp óbreytt gengur Alþingi vísvitandi í berhögg við EES samninginn. Alþingi ber samkvæmt úrskurði ESA að veita samkeppnissjónarmiðum fótfestu í lögunum og tryggja skjóta úrlausn klögumála,“ segir m.a. í áskoruninni til forsetans.

Einnig segir þar a með þeim rökum sem forsetinn hafi nefnt í Icesave-málinu sé einboðið að þjóðin fari með hluta löggjafarvaldsins í fjölmiðlamálinu.

Heimasíða undirskriftasöfnunarinnar


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert