Uppörvandi staðfesta

Íslendingar greiða atkvæði um Icesave-lögin.
Íslendingar greiða atkvæði um Icesave-lögin. mbl.is/Golli

Banda­ríska viðskipta­blaðið Wall Street Journal seg­ir í rit­stjórn­ar­grein í Evr­ópu­út­gáfu sinni, að ís­lensk­ir kjós­end­ur hafi, með niður­stöðunni í Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslunni á laug­ar­dag sýnt uppörv­andi staðfestu á sama tíma og Evr­ópa reyni að greiða úr því hvaða rétt­indi og skuld­bind­ing­ar bank­ar og lán­ar­drottn­ar þeirra hafi.

„Land ber aðeins ábyrgð á upp­blásnu banka­kerfi sínu upp að ákveðnu marki. Árið 2008 tóku rík­is­stjórn­ir Breta og Hol­lend­inga þá af­stöðu, að það væri of áhættu­samt fyr­ir eig­in banka­kerfi ef spari­fjár­eig­end­ur í þess­um lönd­um brenndu sig á ís­lensk­um bönk­um. Lönd­in höfðu rétt á því að taka þessa af­stöðu, hvort sem hún var rétt eða röng. En það var of langt gengið að skilja Íslend­inga eft­ir með reikn­ing­inn. Íslensk­ir kjós­end­ur hafa í það minnsta tví­veg­is lýst þeirri skoðun," seg­ir blaðið. 

Grein Wall Street Journal

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert