Vinni án launa

Ungir jafnaðarmenn segja í ályktun, að nú þurfi þjóðin að standa saman í þeim erfiðu málum sem blasi við til að klára uppgjör efnahagshrunsins og horfa fram á við eftir að samningaleiðinni í Icesave-deilunni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag.

Segjast Ungir jafnaðarmenn treysta á að Brynjar Níelsson, Reimar Pétursson og Advice hópurinn leggi fram sína krafta til að vinna án launa fyrir íslensku þjóðina í þessu máli „enda voru báðir þessir aðilar fullvissir um að slík ákvörðunartaka væri til hagsbóta fyrir Íslendinga og lagaleg staða Íslands byggði á styrkum stoðum. Það er von Ungra jafnaðarmanna að slíkar yfirlýsingar hafi ekki verið lagðar fram án
ábyrgðar," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert