Bretar fá peningana aftur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég tel að meginskilaboðin séu þau, að áður en venjulegt fólk er beðið um að borga fyrir fallna banka séu eignir þrotabúsins notaðar til greiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í viðtali við BBC.

Ólafur segir málið ekki snúast um það hvort borga eigi eða ekki. Spurningin sé sú hvort ríkisábyrgð sé fyrir hendi og hvernig hið evrópska regluverk beri að túlka.

„Þess vegna leggja Íslendingar áherslu á það að Bretar og Hollendingar munu að líkindum fá allt að 9 milljörðum punda út úr þrotabúi Landsbankans,“ sagði Ólafur. „Fyrsta greiðslan verður innt af hendi í desember, og mun að líkindum nægja fyrir því sem Bretar og Hollendingar lögðu út fyrir tveimur árum síðan.“

„En að fara fram á ríkisábyrgð og að venjulegt fólk axli ábyrgðina er í ákaflega vafasamt og hæglega hægt að andmæla því fyrir dómstólum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka