ESB-aðild Íslands háð lausn Icesave-deilu

Jan Kees de Jager.
Jan Kees de Jager.

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, sagði á hollenska þinginu í dag, að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri háð því, að lausn finnist á Icesave-deilu Íslands við Breta og Hollendinga.

Þá sagði de Jager, að hann vildi þrýsta á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að tryggja að Ísland greiði Bretum og Hollendingum Icesave-skuldirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka