Fækkar í þjóðkirkjunni

Strandarkirkja.
Strandarkirkja. mbl.is/Ómar

Hinn 1. janú­ar síðastliðinn voru full­orðin sókn­ar­börn í Þjóðkirkj­unni (18 ára og eldri) 183.697 eða 77,2% mann­fjöld­ans. Fyr­ir ári  voru full­orðnir fé­lags­menn Þjóðkirkj­unn­ar 3000 fleiri og hlut­fallið 78,8% af mann­fjöld­an­um.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stof­unni. Kaþólska kirkj­an er næst­fjöl­menn­asta trú­fé­lag lands­ins með 6366 fé­lags­menn 18 ára og eldri.

Utan trú­fé­laga voru 11.868 full­orðnir ein­stak­ling­ar skráðir 1. janú­ar 2011, en 14.846 voru í óskráðu trú­fé­lagi eða með ótil­greinda trú­fé­lagsaðild.

Alls voru 6810 breyt­ing­ar á trú­fé­lagsaðild skráðar árið 2010. Flest­ir skráðu sig úr Þjóðkirkj­unni, alls 5092. Það eru rúm­lega helm­ingi fleiri en skráðu sig úr Þjóðkirkj­unni árið 2009 (1.982).

Flest­ir þeirra létu skrá sig utan trú­fé­laga, 3619, en all­nokkr­ir í ein­hvern frí­kirkju­safnaðanna þriggja (960). Flest­ar ný­skrán­ing­ar voru utan trú­fé­laga árið 2010, alls 3855.

Af trú­fé­lög­um voru flest­ar ný­skrán­ing­ar í kaþólsku kirkj­una (653). Flest­ir þeirra voru áður í óskráðu trú­fé­lagi eða ótil­greindu (617). 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert