Aðilar vinnumarkaðarins funduðu um kjaramál í gær, en klukkan fjögur í dag eiga þeir bókaðan fund með ríkisstjórninni.
Þar verður farið yfir stöðuna eftir Icesave-kosninguna.
Að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, fer hann með það veganesti inn á fundinn í dag að Íslendingar eigi ekki að sitja og bíða örlaga sinna vegna Icesave. Margt sé enn hægt að gera til að fara atvinnuleiðina út úr kreppunni.