Gegn anda laganna

Frá þingflokksfundi VG.
Frá þingflokksfundi VG. mbl.is/Árni Sæberg

Ögm­undur Jónasson innanríkis­ráðherra sagðist í sa­mt­ali við Mor­g­un­blaðið í gær vera mjög ós­átt­ur við þá ákvörðun þin­g­flokks­ins að kjósa sér nýj­an þin­g­flokksf­orm­ann.

„Það er gr­undva­llar­m­ál að virða rétt for­eld­ra í fæðing­ar­orlofi og þessi ráðstöf­un þin­g­flokks­ins í gær, að fella Guðfríði Lilju úr sta­r­fi þin­g­flokksf­orm­anns, á fy­rsta degi, þegar hún kem­ur úr fæðing­ar­orlofi, stríðir tví­m­æla­la­ust gegn anda laganna og er okkur ekki sæm­andi,“ sagði Ögm­undur.

Ögm­undur var spurður hv­ort hann teldi að þessi niðurstaða þin­g­flokks­ins my­ndi hafa ein­hver eftir­m­ál í för með sér: „Ég vona að þetta hafi þau eftir­m­ál að menn taki það til alva­rlegr­ar umræðu að svona hátt­alag gangi ekki,“ sagði Ögm­undur.

Í fréttaskýrin­gu í Mor­g­un­blaðinu í dag kem­ur fram að sú ákvörðun að fella Guðfríði Lilju úr em­bætti sem þin­g­flokksf­orm­ann, daginn sem hún sneri aft­ur til sta­r­fa, sé til marks um það að for­y­sta VG ætli sér að herða tökin á flokknum.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert