„Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Það kemur ekki til greina að við göngum til liðs við þessa ríkisstjórn óbreytta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá hugmynd Sivjar Friðleifsdóttur, að Framsóknarflokkurinn gangi inn í ríkisstjórnina.

„Ég hef hins vegar opnað á það að ef menn sammældust um einhvern tíma fyrir kosningar þá gætu flokkarnir myndað eins konar þjóðstjórn í millitíðinni um brýnustu sem þarf að leysa úr, en ég sé ekki að við komum að þessari ríkisstjórn.“

Sigmundur Davíð sagði að umræða um að Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við ríkisstjórnina hefði oft komið upp þegar ríkisstjórnin hefði verið í vanda. „Það á það sama við nú og áður að það væri til lítils fyrir okkur að koma til liðs við þessa ríkisstjórn á þeirri vegferð sem hún er á, en við erum algerlega ósammála henni.“

Sigmundur Davíð er núna staddur í Noregi og hittir í dag fulltrúa í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd norska þingsins. Á morgun verður hann á fundi með stjórnendum hjá EFTA og Eftirlitsstofnunar EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka