„Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is

„Það kem­ur ekki til greina að við göng­um til liðs við þessa rík­is­stjórn óbreytta,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um þá hug­mynd Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gangi inn í rík­is­stjórn­ina.

„Ég hef hins veg­ar opnað á það að ef menn sam­mæld­ust um ein­hvern tíma fyr­ir kosn­ing­ar þá gætu flokk­arn­ir myndað eins kon­ar þjóðstjórn í millitíðinni um brýn­ustu sem þarf að leysa úr, en ég sé ekki að við kom­um að þess­ari rík­is­stjórn.“

Sig­mund­ur Davíð sagði að umræða um að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gengi til liðs við rík­is­stjórn­ina hefði oft komið upp þegar rík­is­stjórn­in hefði verið í vanda. „Það á það sama við nú og áður að það væri til lít­ils fyr­ir okk­ur að koma til liðs við þessa rík­is­stjórn á þeirri veg­ferð sem hún er á, en við erum al­ger­lega ósam­mála henni.“

Sig­mund­ur Davíð er núna stadd­ur í Nor­egi og hitt­ir í dag full­trúa í fjár­laga­nefnd og ut­an­rík­is­mála­nefnd norska þings­ins. Á morg­un verður hann á fundi með stjórn­end­um hjá EFTA og Eft­ir­lits­stofn­un­ar EFTA.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert