Íslendingar bora í Dominica

Einn af jarðborum Jarðborana. Fyrirtækið mun ásamt ÍSOR koma að …
Einn af jarðborum Jarðborana. Fyrirtækið mun ásamt ÍSOR koma að jarðborunum í Dominica. www.jardboranir.is

Jarðboranir hafa skrifað undir samning við stjórnvöld á eynni Dominica í Karíbahafi um borun eftir jarðhita. Stefnt er að því að hefja boranir í júlí næstkomandi. Vefritið Dominica Central greinir frá samningnum.

Þar kemur fram að stjórnvöld á Dominica vonist til þess að nýting jarðhitans geti bætt þjóðarhag. Verkefnið hljóðar upp á nærri 17 milljónir karabískra dollara að sögn vefritsins. Þar kemur fram að Frakkar, Evrópusambandið og ríkisstjórnin í Dominica fjármagni verkefnið.

Einnig skrifaði ISOR undir samning um rannsóknir og prófanir á borholunum að borun lokinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka