Kjaraviðræður á bláþræði

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn

Kjaraviðræðurn­ar hanga á bláþræði. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagði eft­ir fund samn­inga­nefnda ASÍ og SA sem er ný­lokið, að staðan væri mjög þung. Sjáv­ar­út­vegs­málið þvæld­ist enn fyr­ir í viðræðunum.

Ákveðið var á fund­in­um í kvöld að samn­inga­nefnd­irn­ar hitt­ist aft­ur kl. 13 á morg­un. 

„Við erum ekki að sjá að það sé verið að leggja okk­ur til það efni að við get­um farið að binda okk­ur í þrjú ár,“ sagði Gylfi en for­ysta SA vill að áfram verði reynt að ná sam­komu­lagi um kjara­samn­inga til þriggja ára.

For­ystu­menn ASÍ og SA hittu ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðdeg­is og komu í beinu fram­haldi af því sam­an til samn­inga­fund­ar í hús­næði Rík­is­sátta­semj­ara.

„Það er ljóst að það er ekki verið að koma neitt veru­lega til móts við okk­ur í því sem við telj­um mik­il­vægt,“ seg­ir Gylfi og nefn­ir m.a. kröf­ur verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um hækk­un bóta, jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda, breyt­ingu á skatt­leys­is­mörk­un­um o.fl.

„Það standa líka ennþá veiga­mik­il atriði útaf gagn­vart at­vinnu­rek­end­um,“ seg­ir hann.

Launþega­hreyf­ing­in vill að gengið verði frá skamm­tíma­samn­ing­um og að launþegar geti sem fyrst fengið ein­hverj­ar launa­hækk­an­ir. „Það er al­veg klárt að með góðu eða illu þá mun­um við tryggja launa­hækk­an­ir á þessu ári,“ seg­ir Gylfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert