Boðað hefur verið til fundar í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins nk. fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum frá flokknum er um að ræða reglulegan fund, en miðstjórn kemur að jafnaði saman á tveggja mánaða fresti.
Á fundinum verður farið yfir stöðuna í stjórnmálunum eins og þau blasa við í dag. Í miðstjórn sitja ellefu menn sem kosnir eru beint af landsfundi flokksins. Einnig sitja þar formaður og varaformaður flokksins, fimm fulltrúar úr þingflokki, formenn landssamtaka og formenn kjördæmisráða eiga sæti í miðstjórn.