Neitar ummælum um forsetann

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum á …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi á Bessastöðum á sunnudag. mbl.is/Árni Sæberg

Sylvester Eijff­in­ger, pró­fess­or við Til­burg-há­skóla, hef­ur farið þess á leit að um­mæli sem höfð eru eft­ir hon­um á vef EU Obser­ver verði leiðrétt en þau byggja á um­fjöll­un Morg­un­blaðsins. Vís­ar pró­fess­or­inn því á bug að hafa sagt að Ísland ætti að skipta um for­seta. Til er upp­taka af sam­tal­inu sem sýn­ir hið gagn­stæða.

Blaðamaður hef­ur nokkr­um sinn­um rætt við pró­fess­or­inn og í kjöl­farið sent hon­um pdf-út­gáfu af síðum þar sem viðkom­andi grein hef­ur birst í Morg­un­blaðinu. Hef­ur þar komið fram að hann hafi veitt Jan Peter Bal­ken­ende, fv. for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, ráðgjöf í Ices­a­ve-deil­unni.

Hef­ur pró­fess­or Eijff­in­ger aldrei gert at­huga­semd­ir við þá fram­setn­ingu. Þá er til staðfest­ing hans á viðtali við hann á ensku frá því í mars í fyrra sem fylg­ir hér með sem pdf-skjal en þar kom fram að hann hefði veitt Bal­ken­ende ráðgjöf í deil­unni.

Nú full­yrðir hann hins veg­ar í sam­tali við EU Obser­ver að hann hafi ekki veitt Mark Rutte, nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Hol­lands, eða for­vera hans ráðgjöf í deil­unni.

Sé það rétt að hann hafi aldrei veitt Rutte ráðgjöf skal það leiðrétt hér með. Hitt er ít­rekað að tek­inn hafa verið viðtöl við pró­fess­or­inn sem ráðgjafa hol­lenskra stjórn­valda í Ices­a­ve-deil­unni og hef­ur hann sem fyrr seg­ir ekki gert ahuga­semd­ir við það. Fóru viðtöl­in fram á þeirri for­sendu.

Grein EU Obser­ver má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert