Ný leið mörkuð

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi að af­drátt­ar­laus niðurstaða í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve þýddi, að meiri­hluti þjóðar­inn­ar hefði ákveðið að snúa frá markaðri stefnu í Ices­a­ve-deil­unni og markað nýja leið.

Jó­hanna sagði, að eft­ir niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar hefðu ráðherr­ar og emb­ætt­is­menn rætt við ná­granna­rík­in og mats­fyr­ir­tæki. Þetta hefði  skilað sér í að viðbrögð þess­ara aðila hafi verið yf­ir­veguð og nokkuð já­kvæð sem bet­ur fer. 

„Ices­a­ve-deil­an mun leys­ast á end­an­um, hvort sem það verður eft­ir eitt, tvö eða þrjú ár," sagði Jó­hanna. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að vel hefði tek­ist að rækta sam­skipt­in við er­lend stjórn­völd, mats­fyr­ir­tæk­in og aðra aðila. Stein­grím­ur sagðist í gær hafa átt góð sam­töl í gær við fjár­málaráðherra Svíþjóðar og Nor­egs og góðar von­ir stæðu til að niðurstaðan í at­kvæðagreiðslunni hefði ekki áhrif á sam­skipti Íslands við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og fjár­mögn­un­ina frá hon­um.

Stein­grím­ur sagði einnig, að Lars Christian­sen hjá Den Danske Bank, sem spáð hefði hvað gleggst  fyr­ir um ófar­ir Íslands árið 2006, teldi nú að Ísland væri komið út úr hinu versta, hér væri haf­inn hag­vöxt­ur og horf­urn­ar ágæt­ar.

Sagðis Stein­grím­ur sam­mála þessu þótt hann væri ekki  sam­mála spám Christian­sens um mikla styrk­ingu krón­unn­ar og mikið at­vinnu­leysi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert