Siglt í Þorlákshöfn fram yfir páska

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar fram yfir páska, samkvæmt tilkynningu frá Eimskip og Vegagerðinni.

Í tilkynningunni kemur fram að Eimskip og Vegagerðin hafi tekið þá ákvörðun að ekki verði teknar upp áætlanasiglingar til og frá Landeyjahöfn fyrr en hægt verður að sigla í höfnina með nokkurri vissu til lengri tíma. 

„Mikilvægt er að vissu og öryggis gæti í samgöngum á milli lands og Eyja, ekki síst á dögunum í kringum páska þegar margir landsmenn eru á faraldsfæti. Brýnt er, að farþegar hafi vissu fyrir því hvert verður siglt og hvenær. Því þykir nauðsynlegt að tilkynna, að Þorlákshöfn muni þjóna Herjólfi þangað til Landeyjahöfn verður nothæf. Ekki er nú útlit fyrir, að það verði fyrr en eftir páska og munu bókanir í skipið taka mið af því.

Tekið skal fram að endurmat á öldu-, veður- og dýpkunarspám fer reglulega fram á þessum tíma. Gefist færi á að opna höfnina fyrr verður það gert. Þangað til verða allar ferðir farnar í Þorlákshöfn samkvæmt áætlun og viðskiptavinum bent á að einungis er bókað í ferðir til Þorlákshafnar þar til annað verður ákveðið,“ segir m.a. í frétt Vegagerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert