Framsókn styður vantrausttillöguna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn styðji tillögu Sjálfstæðisflokksins um …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn styðji tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina. mbl.is/Ernir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn muni styðja vantrausttillögu Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina. 

„Við erum í andstöðu við þessa ríkisstjórn og höfum verið lengi þannig að af því leiðir að við styðjum vantrausttillöguna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ef menn greiði atkvæði gegn vantrausttillögunni feli það í sér stuðning við ríkisstjórnina.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að hann myndi leggja fram tillögu á Alþingi um vantraust á ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Hann sagði nauðsynlegt að boða til kosninga. Sjá frétt um tillöguna hér.

Vantrausttillagan verður að líkindum tekin fyrir á Alþingi annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert