Framsókn styður vantrausttillöguna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn styðji tillögu Sjálfstæðisflokksins um …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Framsóknarflokkurinn styðji tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina. mbl.is/Ernir

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að flokk­ur­inn muni styðja van­traust­til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins á rík­is­stjórn­ina. 

„Við erum í and­stöðu við þessa rík­is­stjórn og höf­um verið lengi þannig að af því leiðir að við styðjum van­traust­til­lög­una,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son. Ef menn greiði at­kvæði gegn van­traust­til­lög­unni feli það í sér stuðning við rík­is­stjórn­ina.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði á Alþingi í dag að hann myndi leggja fram til­lögu á Alþingi um van­traust á rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna. Hann sagði nauðsyn­legt að boða til kosn­inga. Sjá frétt um til­lög­una hér.

Van­traust­til­lag­an verður að lík­ind­um tek­in fyr­ir á Alþingi annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert