Þjóðstjórn um afmörkuð verkefni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson á flokksþingi Framsóknarflokksins …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir forystu Framsóknarflokksins, vera tilbúna til að taka þátt í þjóðstjórn um afmörkuð verkefni og að í framhaldi af því verði boðað til þingkosninga.

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali á Rás tvö í morgun að hún vildi að Framsóknarflokkurinn gengi til liðs við ríkisstjórnina.

„Ég hef verið talsmaður þess að í núverandi ástandi verði komið á þjóðstjórn sem klári afmörkuð verkefni og að því loknu verði boðað til kosninga. Ég get fullyrt í framhaldi af kröftugu flokksþingi framsóknarmanna um síðustu helgi, að Framsóknarflokkurinn mun ganga inn í slíka stjórn á grundvelli málefna en ekki sem pólitískt uppfyllingarefni,“ sagði Birkir Jón þegar hann var spurður hvort hann væri sammála Siv.

Birkir Jón sagði að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði á flokksþinginu sagt að þjóðstjórn væri heppileg út úr þeirri stöðu sem nú ríkti í stjórnmálunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert