Þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar, hefur verið sett á dagskrá Alþingis á þingfundi kl. 16 á morgun.
Vantrauststillagan er eina málið á dagskrá þingfundarins. Fram fer ein umræða um tillöguna og síðan atkvæðagreiðsla. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hún er svohljóðandi: „Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 11. maí og efnt til almennra þingkosninga í framhaldinu.“