Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í morgunútvarpi Rásar 2 í dag að hún vilji að flokkurinn taki sæti í ríkisstjórninni og styrki hana.
„Ég hefði viljað sjá Framsóknarflokkinn hreinlega taka af skarið núna og fara inn í þessa ríkisstjórn til að koma hér á samfélagi sem getur borið uppi það upplausnarástand sem hér hefur verið, það er að minnka það upplausnarástand. Það þarf að taka á nokkrum málum og ég tel að Framsóknarflokkurinn sé í lykilaðstöðu til að gera það,“ segir Siv.