Atli Gíslason, sem nýlega sagði sig úr þingflokki Vinstri-grænna, sagði í umræðum um vantraust á ríkisstjórnina, að hann styddi tillöguna vegna umsóknar ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu.
„Hér stend ég, og get ekki annað en sagt já vegna ESB-málsins," sagði Atli.
Hann sagði að ríkisstjórnin þurfi endurnýjað umboð þjóðarinnar í þessu máli, sem varðaði sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.