Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í breska blaðið Guardian í dag þar sem lögð er áhersla á að eignir þrotabús Landsbankans muni greiða stærstan hluta forgangskrafna innistæðueigenda á Icesave-reikningum bankans og jafnvel bæta þær að fullu.
Því hafi verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag, að greiða kostnað tengdan innistæðutryggingum, nema skýr og ótvíræð lagaleg ábyrgð sé fyrir hendi. Úrlausn um þær alþjóðlegu skuldbindingar sé nauðsynleg forsenda ábyrgðar Íslands.
Greinar munu birtast í öðrum erlendum fjölmiðlum á næstu dögum.