Hitavatnslagnir brustu

Bilunin er rakin til höggs sem kom á raforkukerfið.
Bilunin er rakin til höggs sem kom á raforkukerfið.

Heita­vatns­lagn­ir brustu í fjöl­mörg­um íbúðum í Árbæj­ar­hverfi nú í kvöld. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá neyðarlín­unni hafa borist hátt í 20 til­kynn­ing­ar um leka. Mik­il mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki vegna þessa. 

Orku­veit­unni bár­ust til­kynn­ing­ar um að heita­vatns­lagn­ir inn­an­húss hafi brostið í tengsl­um við bil­un­ina í vest­an­verðu Árbæj­ar­hverf­inu kvöld. Enn er heita­vatns­vatns­laust um vest­an­verðan Árbæ­inn og viðbúið að það standi fram eft­ir nóttu. Viðgerðarflokk­ar eru að störf­um.
 
Í til­kynn­ingu frá Orku­veit­unni seg­ir að áríðandi sé að loka fyr­ir inn­tak í hús ef leki  úr búnaði og gæta fyllstu varúðar vegna bruna­hættu.

Hafi fólk orðið fyr­ir tjóni er því bent að hafa sam­band við sitt trygg­ing­ar­fé­lag.

Bil­un­ina í kvöld má rekja til höggs sem kom á raf­orku­kerfið og sló út dæl­um í hita­veit­unni. Það olli þrýst­ings­sveifl­um í hita­veit­unni. Sama or­sök er að baki þrýst­ings­falli sem varð í hita­veitu Þor­láks­hafn­ar í kvöld. Þar er vatn að kom­ast á að nýju.

Brýnt er fyr­ir fólki að skilja ekki eft­ir opið fyr­ir heita­vatns­krana þar sem hætta get­ur skap­ast þegar full­ur þrýst­ing­ur næst á kerfið á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert