Hitavatnslagnir brustu

Bilunin er rakin til höggs sem kom á raforkukerfið.
Bilunin er rakin til höggs sem kom á raforkukerfið.

Heitavatnslagnir brustu í fjölmörgum íbúðum í Árbæjarhverfi nú í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarlínunni hafa borist hátt í 20 tilkynningar um leka. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki vegna þessa. 

Orkuveitunni bárust tilkynningar um að heitavatnslagnir innanhúss hafi brostið í tengslum við bilunina í vestanverðu Árbæjarhverfinu kvöld. Enn er heitavatnsvatnslaust um vestanverðan Árbæinn og viðbúið að það standi fram eftir nóttu. Viðgerðarflokkar eru að störfum.
 
Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að áríðandi sé að loka fyrir inntak í hús ef leki  úr búnaði og gæta fyllstu varúðar vegna brunahættu.

Hafi fólk orðið fyrir tjóni er því bent að hafa samband við sitt tryggingarfélag.

Bilunina í kvöld má rekja til höggs sem kom á raforkukerfið og sló út dælum í hitaveitunni. Það olli þrýstingssveiflum í hitaveitunni. Sama orsök er að baki þrýstingsfalli sem varð í hitaveitu Þorlákshafnar í kvöld. Þar er vatn að komast á að nýju.

Brýnt er fyrir fólki að skilja ekki eftir opið fyrir heitavatnskrana þar sem hætta getur skapast þegar fullur þrýstingur næst á kerfið á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert