Koltrefjaverksmiðjur áfram í undirbúningi

Spretthlauparinn Oscar Pistorius hleypur á koltrefjafótum frá Össuri hf.
Spretthlauparinn Oscar Pistorius hleypur á koltrefjafótum frá Össuri hf. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Koltrefjaverksmiðjur eru ennþá í undirbúningi hjá Skagfirðingum og Eyfirðingum en engar ákvarðanir hafa verið teknar um stórar fjárfestingar.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir, að vegna offramboðs á koltrefjum og efnahagsástands í heiminum hefur hægagangur verið á verkefnunum en báðir aðilar fylgjast áfram vel með þróun mála.

Er bjartsýni ríkjandi um að eftirspurn fari að aukast á ný en koltrefjar eru styrkingarefni í iðnaði, notað t.d. í framleiðslu á bílum, flugvélum, reiðhjólum, skíðum, barnabílstólum og fleiri hlutum. Þær eru taldar léttari og sterkari en efni á borð við ál, timbur og stál.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert