Lag að fækka bensínstöðvum?

Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu sjálfstæðismanna um að endurskoða staðsetningu og starfsemi bensínstöðva í Reykjavík.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, segir að hvergi í heiminum séu jafn margar bensínstöðvar á mann. Sumar hafi þróast á sínum stað frá því að vera litlir skúrar þar sem bara var hægt kaupa tvist og olíu í stórar verslanir þar hægt sé að kaupa fatnað, leikföng og mat. Það hafi heppnast prýðilega sums staðar en annars staðar þurfi að taka til hendinni og endurskoða staðsetningu og starfsemi með tilliti til borgarþróunar.

Fram kemur í greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna, að bensínstöðvar í Reykjavík séu 44. Í maí 2009 hafi verið 2700 íbúar á hverja bensínstöð í borginni en algengt sé í Evrópu að 25.000 íbúar séu á hverja stöð.

Með hækkandi verði á eldsneyti og minnkandi notkun einkabíla geti verið lag að fækka afgreiðslustöðvum olíufélaganna sem muni leiða til lægri rekstrarkostnaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert