Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent forseta Alþingis bréf með athugasemdum sínum við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem birtist fyrir réttu ári.
Segir Björgólfur að í skýrslunni sé ekki allt sannleikanum samkvæmt, oft sé farið rangt með einfaldar staðreyndir og þá sé einnig vegið að mannorði hans með staðhæfingum og ósannindum sem rannsóknarnefndin hafi ekki reynt að sannreyna áður en hún birti skýrslu sína opinberlega í nafni Alþingis.
Óskar Björgólfur eftir því, að Alþingi birti athugasemdir hans á undirvef Alþingis um rannsóknarnefndina og skýrslu hennar. Hann segist sjálfur ætla að birta athugasemdir sínar í heild sinni þegar honum hefur borist svar frá forseta Alþingis.