Þuríður þingflokksformaður

Þuríður Backman og Atli Gíslason á Alþingi.
Þuríður Backman og Atli Gíslason á Alþingi. mbl.is/Ómar

Þuríður Backman mun taka við sem þingflokksformaður Vinstri grænna í kjölfar ákvörðunar Árna Þórs Sigurðssonar um að víkja úr starfinu. Þetta var niðurstaða þingflokksfundar VG, sem er nú lokið.

Á fundinum kom Lilja Rafney Magnúsdóttir með þá tillögu að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir myndi verða nýr þingflokksformaður, en Guðfríður Lilja afþakkaði.

Guðfríður Lilja segir í samtali við mbl.is að hún hafi lagt til að Þuríður myndi taka við, enda eðlilegt að varaformaður taki við þegar þingflokksformaður segi af sér. Þuríður muni því gegna embættinu þar til annað verði ákveðið.

Ekki var búið að greina Þuríði frá þessari ákvörðun þegar mbl.is náði sambandi við hana, en hún var ekki viðstödd fundinn þar sem hún er á leiðinni til útlanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert