Umræður um vantraust

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með Bjarna Benediktssyni mæla …
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með Bjarna Benediktssyni mæla fyrir vantrauststillögunni. mbl.is/Kristinn

Umræður standa nú yfir á Alþingi um van­traust­stil­lögu þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins á rík­is­stjórn­ina, þingrof og nýj­ar kosn­ing­ar.

Sam­kvæmt til­lög­unni á að rjúfa þing fyr­ir 11. maí og efna til al­mennra þing­kosn­inga í fram­hald­inu.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að til­lag­an væri lögð fram fyr­ir hönd allra þeirra, sem hefðu gef­ist upp á rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. Líkti Bjarni rík­is­stjórn­inni við grinda­hlaup­ara, sem hefði misst takt­inn og felldi hverja ein­ustu grind á leiðinni í mark.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að eng­an þyrfti að undra þótt gustaði um rík­is­stjórn­ina í ljósi þess að verk­efni henn­ar væru for­dæma­laus í end­ur­reisn­inni eft­ir hrunið. Rík­is­stjórn­in hefði tekið við þrota­búi frjáls­hyggju og græðgi. 

Jó­hanna sagði, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn­hefði ekki enn beðið þjóðina af­sök­un­ar á óstjórn­inni sem hann bæri ábyrgð á. Sagði Jó­hanna, að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætti enn ekk­ert er­indi í rík­is­stjórn eða for­ustu­hlut­verk í ís­lensk­um stjórn­völd­um. Hins veg­ar vildi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn, vænt­an­lega vegna þess að ár­ang­ur stjórn­ar­inn­ar blasti við og framund­an væri vor í ís­lensku efna­hags­lífi.

blank_page„Vilja hund­ur­inn og svínið nú gæða sér á brauðinu, sem litla gula hæn­an bakaði ein?" spurði Jó­hanna. Hún sagði að framund­an væru nú krefj­andi verk­efni sem rík­is­stjórn­in væri vel í stakk búin til að leysa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert