Vantrauststillagan felld

Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna hófst á tíunda tímanum í kvöld.
Atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna hófst á tíunda tímanum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Til­laga um að lýsa yfir van­trausti á rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ir var felld á Alþingi í kvöld með 32 at­kvæðum gegn 30 en einn þingmaður sat hjá. 

Til­laga um að þing verði rofið fyr­ir 11. maí og efnt til al­mennra þing­kosn­inga í fram­hald­inu var hins veg­ar felld með 36 at­kvæðum gegn 22 en fimm greiddu ekki at­kvæði.

All­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, 20 tals­ins, og 12 þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, greiddu at­kvæði gegn fyrri hluta van­traust­stil­lög­unn­ar. Einn þingmaður flokks­ins, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, greiddi hins veg­ar at­kvæði með til­lög­unni og það gerðu einnig all­ir 16 þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins og all­ir þrír þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar. Sömu­leiðis greiddu þing­menn­irn­ir tveir, sem sögðu sig úr þing­flokki Vinstri grænna ný­lega, at­kvæði með til­lög­unni. Það gerðu einnig átta þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins en Guðmund­ur Stein­gríms­son sat hjá.

Í at­kvæðagreiðslu um síðari hluta til­lög­unn­ar, um þingrof og kosn­ing­ar, greiddu sömu­leiðis 20 þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og 12 þing­menn Vinstri grænna at­kvæði gegn til­lög­unni. Það gerðu einnig þrír þing­menn Fram­sókn­ar­flokks, þau Guðmund­ur, Siv Friðleifs­dótt­ir og Eygló Harðardótt­ir og Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar.

Með til­lög­unni greiddu at­kvæði 16 þing­menn Sjálf­stæðis­flokks, 5 þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Hjá sátu Atli Gísla­son og Lilja Móses­dótt­ir, sem eru utan þing­flokka,  Ásmund­ur Ein­ar Daðason, VG, Hösk­uld­ur Þór­halls­son, Fram­sókn­ar­flokki og Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Hreyf­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert