Kona missti stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi við Bláa lónið um klukkan tíu í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði utan vegar.
Konan var flutt á sjúkrahús, en ekki er vitað um hvort meiðsli hennar séu alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er bíllin óökufær.
Þegar lögregla og sjúkraflutningamenn mættu á slysstað sáu þeir barnabílstól skammt frá bílnum. Leitað var hrauninu af barni sem gæti hafa verið í bílnum.Þeir fengi hins vegar staðfestingu frá unnusta konunnar um að hún hefði verið ein í bílnum og var þá hætt að leita að barninu.