Erfið staða stjórnarinnar

Alþingismenn hlusta á ræður í vantraustsumræðunni.
Alþingismenn hlusta á ræður í vantraustsumræðunni. Kristinn Ingvarsson

Ljóst er að naum­ur meiri­hluti rík­is­stjórn­ar­inn­ar eft­ir brott­hvarf Ásmund­ar Ein­ars Daðason­ar úr þing­flokki VG get­ur tor­veldað starf henn­ar í ýms­um mál­um. Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir í VG lagði í ræðu sinni í gær mikla áherslu á and­stöðu sína við virkj­un í efri­hluta Þjórsár. Veltu menn því fyr­ir sér hvort hún væri að minna menn á að nú hefði hún líf stjórn­ar­inn­ar í hendi sér.

 ,,Ég tel að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sé í al­gjöru upp­námi og allt það sem sagt hef­ur verið um að til­laga um van­traust væri ótíma­bær og illa ígrunduð hef­ur verið hrakið. Það sýna niður­stöður at­kvæðagreiðslunn­ar hér í kvöld," sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í kvöld.

 Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði ljóst að varla væri hægt að stjórna með eins at­kvæðis meiri­hluta við þær aðstæður sem nú væru ríkj­andi í land­inu. „Ég á við hvernig þing­meiri­hlut­inn er sam­sett­ur og hvaða mál­um menn standa frammi fyr­ir. Það verður að koma í gegn ýms­um stór­um ákvörðunum. En þá verður reynd­ar að hafa í huga að þessi stjórn hef­ur þraukað á því að fara ekki í gegn með mál sem hefði þurft að ljúka, ég nefni sem dæmi at­vinnu­mál­in," sagði Sig­mund­ur Davíð. „Ég sé hins veg­ar ekki að þau geti hangið sam­an í tvö ár í viðbót á aðgerðal­eys­inu."

 Össur Skarp­héðins­son sagði ljóst að í rík­is­stjórn með eins at­kvæðis þing­meiri­hluta væri hver maður mik­il­væg­ur. „Sag­an kenn­ir okk­ur hins veg­ar að rík­is­stjórn­ir með mjög þröng­an meiri­hluta hafa orðið far­sæl­ar og þaul­setn­ar, eins og Viðreisn­ar­stjórn­in 1959-1971 sem studd­ist við eins manns meiri­hluta," sagði Össur. „Ég sé nú fram á að þessi rík­is­stjórn verði lang­líf­ari en ég hugði í fyrstu."

 Össur sagði at­hygl­is­vert hve miklu fleiri hefðu verið á móti þingrofi og kosn­ing­um en hefðu verið á móti van­traust­inu. Hart væri deilt um ESB en manna­breyt­ing­ar sem orðið hefðu í VG að und­an­förnu myndu ekki hafa nein áhrif á gang ESB-viðræðnanna og stuðning við þær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert