Hálka á vegum

mbl.is/Júlíus

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ein tilkynning borist um árekstur í kvöld en mikil hálka er nú á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Hitinn í borginni er nú aðeins rétt yfir frostmarki og þá er víða hvít jörð.

Lögreglumenn eru nú á vettvangi en áreksturinn varð við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallavegar. Ekki er um alvarlegan árekstur að ræða, segir lögregla.

Lögreglan hvetur ökumenn til að aka varlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka