Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir við Bloomberg fréttastofuna að það sé hlutverk forsetans að veita efnahagslífi landsins stuðning og stóru bankarnir þrír hafi fyrir fjármálahrunið verið stærstu fyrirtæki Íslands á þeim tíma.
„Þeir veittu þúsundum ungra Íslendinga atvinnu, bæði á Íslandi og annarstaðar í heimilum," sagði Ólafur Ragnar í viðtali, sem tekið var við hann í Kaupmannahöfn í vikunni.
Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir að taka máli bankanna og útrásarfyrirtækja fyrir hrunið. Í viðtalinu við Bloomberg segir hann, að það hefði verið einkennilegt ef forsetinn hefði ekki á þessum tíma tekið þátt í að koma stærstu fyrirtækjum landsins á framfæri.