Lilja, Atli og Ásmundur íhuga að stofna þingflokk

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason skýra frá ákvörðun sinni um …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason skýra frá ákvörðun sinni um að segja skilið við þingflokk VG. mbl.is/Kristinn

Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason, fyrrverandi þingmenn VG, íhuga að stofna saman þingflokk á Alþingi. Segist hún vera að skoða alla möguleika í framtíðinni og einn af þeim sé stofnun nýs stjórnmálaflokks.

„Við munum að öllum líkindum stofna nýjan þingflokk vegna þess að það auðveldar okkur vinnu í þinginu. Svo er það önnur ákvörðun hvort við stofnum stjórnmálaflokk. Það liggur ekkert fyrir á milli okkar hvort að það sé skref sem við þrjú ætlum að stíga saman. Það er ekki orðið tímabært að segja til um það. Við erum öll að skoða möguleikana sem eru í stöðunni,“ segir Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka