Samið á morgun

Fundað í Karphúsinu.
Fundað í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn

Aðilar beggja vegna borðsins í yfirstandandi kjaraviðræðum eru sammála um að tvísýnt sé hvort samið verði til þriggja ára eða sex mánaða. 

„Hitt er alveg ljóst,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, „og um það erum við sammála, við og atvinnurekendur, að deginum á morgun verður lokið með gerð kjarasamnings, hvort sem hann verður til þriggja ára eða sex mánaða.“

Fundarhöld hafa staðið yfir í Karphúsinu í allan dag og fram eftir kvöldi. Segja aðilar viðræðurnar hafa þokast áfram en enn séu ljón í veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert