Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sækir vorfund fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í Washington í dag og stendur fram á sunnudag.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun Steingrímur hitta þar helstu stjórnendur sjóðsins sem og fulltrúa ríkja og ríkisstjórna sem sæti eiga í sjóðnum.
Þar mun Steingrímur gera grein fyrir framgangi efnahagsáætlunar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í samvinnu við íslensk stjórnvöld og skýra frá
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninga sl. laugardag og áhrifum
hennar.