Þrákelkni Bjarts í Sumarhúsum

Breska tíma­ritið Econom­ist fjall­ar í dag um Ices­a­ve-málið og vís­ar til Bjarts í Sum­ar­hús­um, sem Hall­dór Lax­ness skrifaði um í Sjálf­stæði fólki, til að reyna að skilja af­stöðu Íslend­inga. 

Í dálkn­um Karla­magnúsi seg­ir, að Bjart­ur hafi höfðað til margra og meðal ann­ars tryggt Hall­dóri Nó­bels­verðlaun­in árið 1955. Nú, hálfri öld síðar, sé þrákelkni Bjarts enn ein­kenn­andi fyr­ir Íslend­inga. 

„Það er er eitt­hvað hetju­legt við það hvernig þessi af­skekkta eyja elds og íss hef­ur boðið vold­ug­um rík­um og hefðbund­inni hag­fræði byrg­inn," seg­ir blaðið en minn­ir á að á end­an­um hafi Bjart­ur í Sum­ar­hús­um beðið ósig­ur fyr­ir markaðsöfl­un­um og Kól­umk­illa.

Blaðið ber einnig sam­an stöðu mála á Íslandi og Írlandi. 

Grein Econom­ist

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert