Þrákelkni Bjarts í Sumarhúsum

Breska tímaritið Economist fjallar í dag um Icesave-málið og vísar til Bjarts í Sumarhúsum, sem Halldór Laxness skrifaði um í Sjálfstæði fólki, til að reyna að skilja afstöðu Íslendinga. 

Í dálknum Karlamagnúsi segir, að Bjartur hafi höfðað til margra og meðal annars tryggt Halldóri Nóbelsverðlaunin árið 1955. Nú, hálfri öld síðar, sé þrákelkni Bjarts enn einkennandi fyrir Íslendinga. 

„Það er er eitthvað hetjulegt við það hvernig þessi afskekkta eyja elds og íss hefur boðið voldugum ríkum og hefðbundinni hagfræði byrginn," segir blaðið en minnir á að á endanum hafi Bjartur í Sumarhúsum beðið ósigur fyrir markaðsöflunum og Kólumkilla.

Blaðið ber einnig saman stöðu mála á Íslandi og Írlandi. 

Grein Economist

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert