Auka slagkraft með stofnun nýs þingflokks

Það þarf þrjá þingmenn til þess að geta myndað þingflokk.
Það þarf þrjá þingmenn til þess að geta myndað þingflokk. mbl.is/Kristinn

Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir undirbúa nú stofnun eigin þingflokks, sem mun gefa þeim aukinn pólitískan slagkraft á Alþingi.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Með stofnun þingflokks fá þau áheyrnarrétt í nefndum, fjármuni til sérfræðikaupa, aðgang að vikulegum fundum þingflokksformanna og áheyrnaraðild að forsætisnefnd, sem þau ætla að nýta sér.

Heimildir Morgunblaðsins herma að flokksforysta Vinstri grænna hafi stórkostlega vanmetið pólitískan styrk Guðfríðar Lilju og bakland hennar. Forystan hafi áttað sig á því í fyrradag, daginn sem vantrauststillagan var borin fram, að hún ætti engra kosta völ annarra en að setja Árna Þór Sigurðsson, nýkjörinn formann þingflokks VG, af. Ella yrðu átökin í flokknum óviðráðanleg. Ekki er þar með sagt að Guðfríður Lilja sé endilega sátt við stöðuna og því hafi staða hennar styrkst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert