Suðvestanátt, 8-15 m/s, og él verða á landinu í dag, en skýjað með köflum norðaustan til. Suðlægari og dregur heldur úr vindi síðdegis. Rigning eða slydda við ströndina sunnan- og vestan til í kvöld og nótt. Hiti víða 0 til 4 stig, en yfirleitt vægt frost til landsins.
Á höfuðborgarsvæðinu verður suðvestan 8-15 og él. Lægir eftir hádegi, sunnan 3-8 og rigning eða slydda í kvöld. Hiti 0 til 3 stig.
Um 400 km vestur af Snæfellsnesi er víðáttumikil 974 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist.
Á morgun, laugardag, verður suðvestanátt, 5-13 m/s, og víða él, þó síst austanlands. Hiti 0 til 5 stig við ströndina en vægt frost til landsins.
Klukkan þrjú í nótt var suðvestanátt, víða 8-15 m/s. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjart að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig með suður- og austurströndinni, en annars um eða rétt undir frostmarki.