Grunaður um fjárdrátt

Maðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Maðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.

Starfsmaður íhalds­hóps Norður­landaráðs á Íslandi hef­ur verið leyst­ur frá störf­um vegna gruns um að hann hafi mis­notað aðstöðu sína og dregið sér fé af reikn­ing­um ráðsins. Málið hef­ur verið kært til efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um að starfsmaður­inn hafi haft aðstöðu á skrif­stofu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar hafi grun­semd­ir um mis­ferli vaknað við at­hug­un á reikn­ing­um vegna starf­semi íhalds­hóps­ins.

Um er að ræða fjár­muni Norður­landaráðs. Leik­ur grun­ur á að upp­hæðin nemi millj­ón­um og fjár­drátt­ur­inn hafi staðið yfir frá því árið 2009.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert