Grunaður um fjárdrátt

Maðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Maðurinn hafði aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.

Starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs á Íslandi hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og dregið sér fé af reikningum ráðsins. Málið hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum að starfsmaðurinn hafi haft aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi grunsemdir um misferli vaknað við athugun á reikningum vegna starfsemi íhaldshópsins.

Um er að ræða fjármuni Norðurlandaráðs. Leikur grunur á að upphæðin nemi milljónum og fjárdrátturinn hafi staðið yfir frá því árið 2009.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert