Harpan hljómar vel

Sinfóníuhljómsveit Íslands kvaddi Háskólabíó í gærkvöld þegar síðustu tónleikar sveitarinnar voru haldnir í húsinu sem hýst hefur hljómsveitina frá árinu 1961. Í morgun gengu svo hljómsveitameðlimir fylktu liði niður í Hörpu, hið nýja heimili sveitarinnar.

Þegar í Hörpuna var komið var haldin hljóðprufa en samkvæmt kröfu fyrirtækisins sem ber ábyrgð á hljóðkerfi hússins var fjölmiðlum ekki heimilt að taka upp hljóminn sem sveik þó engan að sögn heimildarmanns Mbl.is.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert