Hluti kvótans í byggða- og leigupotta

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í húsi ríkissáttasemjara í kvöld.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í húsi ríkissáttasemjara í kvöld. mbl.is/Golli

Meg­in­til­lög­ur frum­varps um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða fela í sér að út­hlut­un á afla­heim­ild­um verður breytt í nýt­ing­ar­heim­ild­ir sam­kvæmt samn­ing­um til af­markaðs tíma. Hluti þeirra renn­ur í áföng­um til byggða- og leigupotta. For­sæt­is­ráðherra seg­ir að þjóðin muni njóta arðs af auðlind­inni með gjald­töku. Var­an­legt framsal verður tak­markað.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra lagði fram í dag. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins segja að þetta út­spil ekki fela í sér fram­lag til lausn­ar máls­ins. Sam­tök­in „harma að rík­is­stjórn Íslands skuli ekki hafa nýtt ein­stakt tæki­færi til að ná nauðsyn­legri sátt um mál­efni sjáv­ar­út­vegs­ins.“

SA hafa lagt fram til­lög­ur um viðamikl­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu sem fela í sér út­færslu á samn­inga­leið í sjáv­ar­út­vegi. Rík­is­stjórn­in hef­ur til­kynnt að hún muni leggja fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða í næsta mánuði án nokk­urs sam­ráðs við hags­munaaðila. Hins veg­ar sé unnið að hag­fræðilegri út­tekt á breyt­ing­un­um sem verði kynnt hags­munaaðilum þegar niðurstaða liggi fyr­ir.

Til­laga for­sæt­is­ráðherra

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins birtu í kvöld minn­is­blað Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. 

„Rík­is­stjórn­in mun leggja fram frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða fljót­lega í næsta mánuði. Mark­mið lag­anna er að brjóta upp for­gang nú­ver­andi kvóta­hafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fé­nýtt þá sam­eign lands­manna sem fiski­miðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheim­ild­ir á him­in­háu verði.

Að því er stefnt að skapa sjáv­ar­út­veg­in­um traust rekstr­ar­skil­yrði til lengri tíma, auka þjóðhag­kvæmni grein­ar­inn­ar og treysta at­vinnu­frelsi og jafn­ræði inn­an henn­ar.

Meg­in­til­lög­ur frum­varps­ins fela í sér að út­hlut­un á afla­heim­ild­um verði breytt í nýt­ing­ar­heim­ild­ir sam­kvæmt samn­ing­um til af­markaðs tíma. Hluti þeirra renni í áföng­um til byggða- og leigupotta; þjóðin njóti arðs af auðlind­inni með gjald­töku. Var­an­legt framsal verði tak­markað.

Nú er unnið að hag­fræðilegri út­tekt á til­lög­un­um. Tek­ur hún til efna­hags­legra áhrifa og rekstr­ar­skil­yrða í sjáv­ar­út­vegi. Þess er vænst að út­tekt­in geti legið fyr­ir inn­an mánaðar og fari þá til nefnd­ar þings­ins sem hef­ur málið til meðferðar á alþingi. 

Stjórn­völd lýsa því yfir að þau munu fara með hags­munaaðilum yfir þá út­tekt þegar hún ligg­ur fyr­ir og meta með þeim hvort og þá hvaða breyt­ing­ar eða aðlög­un þurfi að gera ef út­tekt­in sýn­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar kvóta­kerf­is­ins hafi um­tals­verð nei­kvæð áhrif á rekstr­ar­skil­yrði grein­ar­inn­ar í heild sinni, um­fram það sem eðli­leg gjald­taka hef­ur í för með sér."

Frétt á heimasíðu SA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka