Ört minnkandi líkur á langtímasamningi

Samningamenn ræða málin í húsi ríkissáttasemjara í dag.
Samningamenn ræða málin í húsi ríkissáttasemjara í dag. mbl.is/Kristinn

„Þetta er allt saman mjög tvísýnt en mér sýnist að líkurnar á langtímasamningi fari mjög ört minnkandi,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ljóst er orðið að niðurstaða í kjaraviðræðunum mun ekki nást fyrir kl. 17:15 en forystumenn SA og ASÍ settu í gær þau tímamörk.

Stjórn SA fór yfir stöðuna í höfuðstöðvum SA eftir hádegi og núna stendur yfir fundur samningsaðila með embættismönnum ríkisstjórnarinnar í húsnæði ríkissáttasemjara. Vilhjálmur segir að í beinu framhaldi af þeim fundi verði ákvörðun tekin um framhaldið.

Að sögn Vilhjálms hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar lagt fram eitt og annað í dag en það dugi ekki til. Líkur á að gengið verði frá skammtímasamningi hafi aukist eftir því sem liðið hefur á daginn.

Þar er gert ráð fyrir samningi til 6 mánaða með tveimur 50 þúsund króna eingreiðslum.

Spurður um sjávarútvegsmálið segir Vilhjálmur að það sé vandamálið að það sé ekki verið að ræða um sjávarútvegsmálin.

Enn er hins vegar verið að ræða við ríkisstjórnina um vegaframkvæmdir, lífeyrismál o.fl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert