Lilja gagnrýndi spunafréttir

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Lilja Móses­dótt­ir, óháður þingmaður, sagði á Alþingi í dag að uppi væri mik­il spuna­frétta­mennska í fjöl­miðlum, sem hefðu verið hall­ir und­ir valda­stétt­ina á hverj­um tíma. Þessi spuna­frétta­mennska gengi út á að snúa út úr orðum þeirra, sem á ein­hvern hátt ógnuðu ríkj­andi vald­höf­um.

„Í gær­kvöldi bjó Stöö 2 til þá  spuna­frétt, að ég íhugi að stofna nýj­an stjórn­mála­flokk til höfuðs VG þegar ég sagðist aðeins vera að skoða ýmsa  mögu­leika í stöðunni," sagði Lilja

Þá sagði hún að í dag væru all­ir helstu fjöl­miðlar að velta fyr­ir sér mennt­un Sig­mund­ar Davíð Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefði lagt stund á þverfag­legt nám við Oxford-há­skóla. Eins og svo oft gerðist þegar komi að því að þýða er­lend heiti á þverfag­legu námi hafi Sig­mund­ur Davíð ekki fundið heiti sem nær yfir fjöl­breytn­ina í nám­inu og því notað fleiri en eitt heiti og sé því óbeint sakaður um að hafa sagt ósatt um mennt­un sína.

„Það mætti saka ansi marga ís­lenska mennta­menn  um ósann­sögli þegar þeir hafa reynt að finna viðeig­andi heiti á er­lent þverfag­legt nám sem þeir hafa lagt stund á," sagði Lilja.

Sagði hún að til­gang­ur­inn með vanga­velt­um um mennt­un Sig­mund­ar Davíðs væri að draga í efa trú­verðug­leika stjórn­mála­manns sem hefði áunnið sér virðingu al­menn­ings í Ices­a­ve-mál­inu.

Frétt Stöðvar 2

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka