Óvenjulegur fundur í Benz

Grunur leikur á að um kókaín eða amfetamín sé að …
Grunur leikur á að um kókaín eða amfetamín sé að ræða. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Júlíus

Tveir ungir menn ráku upp stór augu þegar þeir voru að gera upp gamlan Mercedes Benz á Selfossi í gær. Mennirnir fundu poka með hvítu efni sem hafði verið komið fyrir í þakklæðningu bifreiðarinnar. Mennirnir létu lögreglu vita af fundinum í gærkvöldi. Grunur leikur á að um fíkniefni sé að ræða.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur efnið verið sent til efnagreiningar og er málið nú í höndum rannsóknardeildarinnar.

Lögreglan tók skýrslu af mönnunum sem greindu frá því hvernig þeir hefðu fundið efnið. Þeir höfðu keypt bifreiðina og ætluðu þeir að gera hana upp.

Bifreiðin er frá árinu 1989. Eigendasaga hennar er löng og því erfitt að færa sönnur á eignarhald.

Aðspurð segir lögreglan á fundur sem þessi sé ekki algengur. Þetta hafi líklega verið algjör mistök að gleyma efninu þarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert