Spáir flóði vantraustsyfirlýsinga

Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason, alþingismenn.
Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason, alþingismenn. Ómar Óskarsson

„Ásmundur Einar sýndi mikið hugrekki í gær [miðvikudag] þegar hann ákvað að standa með eigin sannfæringu í atkvæðagreiðslunni um vantraust á ríkisstjórnina. Allir vissu að hann var afar ósáttur við vinnubrögð og stefnubreytingu forystu VG og bara spurning um hvenær hann fengi nóg,“ skrifaði Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, á Facebook-síðu sína í gærkvöldi.

Ásmundur Einar Daðason, fyrrum þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, greiddi sem kunnugt er atkvæði með vantrausti á ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslu sem fram fór á Alþingi sl. miðvikudag. Í kjölfarið sagði hann sig úr þingflokki VG en hyggst engu að síður vera áfram í flokknum. Lilja sagði sig sjálf úr þingflokki VG fyrr á þessu ári ásamt Atla Gíslasyni.

Félag vinstri-grænna á Vestfjörðum hefur skorað á Ásmund Einar að segja af sér þingmennsku og spáir Lilja því að á næstunni eigi eftir að koma flóð vantraustsyfirlýsinga á hann „frá forystuhollum félögum í Norðvesturkjördæmi að undirlagi forystunnar hér í Reykjavík.“

Facebook-síða Lilju

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert